ITS Macros Appið

Appið okkar sem kom út árið 2023 hefur notið mikilla vinsælda og hjálpar hundruðum Íslendinga að ná sínum markmiðum. Nú getur þú fengið aðgang að appinu líka, þó þú sért ekki í þjálfun hjá okkur.

2023 - Nýtt APP, Ný dagskrá, Nýjar æfingar, Ný námskeið

 

TAKTU ÁRIÐ 2024 MEÐ TROMPI OG  TRYGGÐU ÞÉR PLÁSS.

SKOÐAÐU NÁMSKEIÐIN OKKAR, TAKMÖRKUÐ PLÁSS Í BOÐI.

 

 

Heilbrigður lífsstíll

ITS Macros er samfélag þeirra sem vilja byggja upp líkama og sál með grunn þekkingu á hreyfingu, hugarfari, næringu og jákvæðum lífsviðhorfum.

Og hvatningu, fullt af hvatningu! Við erum hér fyrir þig!

Hvað er ITS Macros ?

ITS macros er lítið fyrirtæki sem aðstoðar fólk við það að bæta sinn lífsstíl. Við hugum að hreyfingu, hugarfari og magni af næringarefnum. 

Ótal viðskiptavina hafa nýtt sér þjónustu okkar hvort sem það er til að létta sig, auka vöðvamassa, bæta orku og þrek, bæta sig í sinni íþrótt eða áhugamáli, byggja upp meira sjálfstraust og starfsþrek, vinna að jákvæðri hugsun og umfram allt bæta sína heilsu. 

Við hvetjum þig og leiðbeinum á þessu lærdómsríka ferðalagi.
Vertu með í okkar frábæra hópi.

 

Skráðu þig strax í dag, við hlökkum til að vinna með þér og fá þig í ITS Macros liðið.

ÉG ER BYRJANDI

Ef þú ert að byrja að telja Macros og hefur ekki verið hjá okkur áður þá er þetta rétti staðurinn.

VIÐ ERUM TVÖ

Paranámskeiðin okkar eru líka grunnur en með aðeins öðruvísi nálgun, því það er lærdómsríkt og gefandi að tækla þessi verkefni saman.

Ég er 50+

Grunnur fyrir þá sem eru etv. komnir af léttasta skeiði en vilja fræðast um næringu, fá aukna orku og úthald.

ÉG ÆTLA ALDREI AÐ HÆTTA!

Ef þú ætlar að vera með okkur til lengri tíma þá bjóðum við upp á alls konar leiðir sem henta þér. Við tökum vel á móti þér.

ÉG KANN Á MACROS

Ef þú hefur verið að telja Macros en hefur ekki verið hjá okkur áður þá skaltu skoða þetta.

MIG LANGAR BARA Í APPIÐ

Þetta er fyrir þá sem langar að nota ITS Macros appið en vilja ekki nýta sér þjálfunina okkar.

Æfingaprógram fylgir með nýskráningum

Öllum Macros grunnnámskeiðum fylgir 8 vikna æfingaprógramm frá Ingu Þóru Ingadóttur. Inga er íþróttafræðingur og einkaþjálfari og margreyndur keppandi í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla og þannig að þú þurfir lágmarksbúnað.

Reynslusögur af ITS Macros

Katrín Edda – Miklu meira en bara macros

Katrín Edda er búin að vera hjá ITS macros í rúmt ár (frá sumar 2020) með hléum. Hef lengi pælt í og fylgst með macros og lært um það en það sem mér finnst heillandi við ITS er að þetta er ekki bara macro þjálfun heldur líka markþjálfun og þjálfun í andlegri heilsu...

Aron Can – Macros snýst um það að þú lærir með tímanum hvað þú þarft

Aron Can er búinn að vera 334 daga á macros og það hefur virkað vel fyrir hann og segir það ekki bara til að komast í gott form heldur til að hafa orku og endast lengur yfir daginn. Macros snýst um það að þú lærir með tímanum hvað þú þarft. Aron segist núna ekki þurfa...

Sigrún Páls – Á macros náði ég þessu jafnvægi sem ég er búin að þrá svo lengi

Sigrún Pálsdóttir er búin að vera á macros í næstum ár. "Þetta er klárlega það besta sem ég hef gert. Þetta hefur kennt mér svo ótrúlega mikið og ég bara gæti ekki mælt meira með þessu. Samfélagið á instagram leit svo vel út að ég ákvað að prófa og sé ekki eftir því....

Aron Mola – Helsti munurinn er eftirfylgni

Aron Mola er búin að vera á macros í 1,5 mánuð. "Ég sá árangurinn hjá Aroni Can og spurði hann What is the secret? Og hann sagði Macros hjá Inga Torfa. Ég var ekki lengi, fór bara á instagram, sendi Inga DM og svaraði strax og sagði að það er akkúrat námskeið að byrja...

Greta Salome – Frelsi að hugsa um mat sem næringu

Greta Salóme er búin að vera á macros í 1 ár. “Það sem hefur komið mér mest á óvart er frelsið sem felst í því að hugsa um mat sem næringu og bensín og losna við þessa hræðslu við að borða of mikið af mat eða ákveðna tegund af mat. Ég var kannski heppin að vera...

Ívar Guðmunds – Ég bæði léttist og varð orkumeiri

Ívar Guðmunds byrjaði á macros í janúar 2021. "Ég er búin að prufa margt í gegnum tíðina þar sem ég er búinn að vera tengdur við heilsugeirann í áratugi. Það sem breyttist helst við að fara á macros var að allt í einu þurfti ég að fara að borða miklu meira en ég hafði...

Kristín Sif – Lærdómur sem lifir alltaf með þér

Kristín Sif er búin að vera telja macros í 4 ár og finnst það algjör “gamechanger”. Unnar er styrktarþjálfari minn í boxinu og hann tengdi mig við Inga Torfa og þannig byrjaði ég í ITS. Það var eftir svona 6-8 vikur sem ég byrjaði að finna rosa góðan mun á orkunni....

Telma Fanney – Árangurinn er alveg magnaður

Telma Fanney byrjaði á macros fyrir 1 ári síðan. “Árangurinn er alveg magnaður. Ég er búin að upplifa algjört frelsi og miklu heilbrigðara samband við mat. Það er svo frelsandi að geta borðað helling af kolvetnum og nóg af næringu en samt verið að fá betri árangur. Ég...

Sjáðu árangurinn hjá ITS Macros

Einstakt lausnamiðað samfélag

Samfélagið sem hefur vaxið hjá ITS Macros er einstakt! Við erum einhvernvegin öll að berjast við það sama og þegar við tökum slaginn saman þá gerist það sem við erum að leitast eftir. Við bjóðumst til að aðstoða þig við að finna lausnir á þeim tímapunktum sem þetta verður erfitt og/eða þegar viðburðir eða breytingar í þínu lífi hafa áhrif á rútínuna. Þar kunnum við að finna lausnir! Það er oft á þessum tímapunkti sem við gefumst upp og förum í gamla farið. Þá er nauðsynlegt að fá aðhald og gott pepp. Þar erum við best.

Frábært teymi sem hugsar vel um þig!

ITS Macros teymið eru íslandsmeistarar, og þó víðar væri leitað, í peppi. Við höfum mikla reynslu á að svara öllum spurningum og leggjum áherslu á að vera til staðar fyrir þig þegar þú þarft á að halda. Ferðalagið er ekki einfalt en við þekkjum holurnar á leiðinni og saman getum við náð ótrúlegum árangri.
Við segjum þér ekki hvað þú átt að borða – en við getum komið með allskonar tillögur ef þú ert í vafa.

#004 – Hvernig virkar þetta hjá okkur?

Ef þú hefur verið að velta því fyrir þér hvað þetta Macros er þá er tilvalið að hlusta á þetta podcast. Í þessu podcasti fara Ingi Torfi, Linda Rakel og Kristín Sif yfir það hvernig ITS macros virkar og hvernig við hugsum hlutina.